L
.
1
.
C
.

Aukin binding kolefnis í jarðvegi og gróðri

Til að auka bindingu kolefnis verður lögð áhersla á vernd og endurheimt birkiskóga, ræktun nýrra skóga og endurheimt þurrlendisvistkerfa á jörðum í eigu ríkisins og á þjóðlendu með markvissum hætti og í samræmi við framkvæmdaáætlun og fjármögnun.

Vonir standa til að nýtt og endurskoðað styrkjakerfi í landgræðslu og skógrækt fyrir einkajarðir hvetji landeigendur enn frekar til að bæta landnýtingu eigin jarða í þágu loftslagsmála. Kannað verður hvort hægt sé að móta aðferðafræði við endurheimt þurrlendisvistkerfa sem uppfyllir verklag og staðla til að hægt sé að skrá kolefnisbindingu svæðanna sem vottaðar hágæðakolefniseiningar. Einnig er mikilvægt að vinna að aðlögun trjátegunda og skóga að loftslagsbreytingum sem og auka hvata og þekkingu um nýtingu og varðveislu kolefnis í viðarafurðum úr íslenskum skógum á sjálfbæran hátt.

CO2 ígildi
0
þ
.
t

Aðgerðir í Aukin binding kolefnis í jarðvegi og gróðri

L

.

1

.

C

.

1

.

Vernd og endurheimt birkiskóga á jörðum í eigu ríkisins og á þjóðlendum

L

.

1

.

C

.

1

.

Vernd og endurheimt birkiskóga á jörðum í eigu ríkisins og á þjóðlendum

Vernd og endurheimt birkiskóga á jörðum í eigu ríkisins og á þjóðlendum

Náttúrulegir birkiskógar þekja nú um 1,5% af landsvæði Íslands en miklir möguleikar eru til að auka útbreiðslu þeirra og þar með kolefnisbindingu. Til þess að svo geti orðið þarf markvissar verndar- og endurheimtaraðgerðir. Tryggja þarf friðun svæða og setja fram áætlun um aðgerðir, t.d. gróðursetningu, og eflingu fræseta, í samræmi við aðferðafræði skógræktar á landslagsheildum (e. Forest Landscape Restoration) og með vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Mikilvægt er að ríkið setji fram skýra ferla til að auka aðgengi að jörðum í eigu ríkisins fyrir aðgerðir á sviði verndar og endurheimtar birkiskóga.

Markmið aðgerðar
Að heildarendurheimt birkiskóga verði komin í 5% af flatarmáli landsins árið 2030.
Upphaf / Endir
2030
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Matvælaráðuneytið

L

.

1

.

C

.

2

.

Ræktun skóga á jörðum í eigu ríkisins

L

.

1

.

C

.

2

.

Ræktun skóga á jörðum í eigu ríkisins

Ræktun skóga á jörðum í eigu ríkisins

Miklir möguleikar felast í skógrækt til kolefnisbindingar, ekki síst með ræktun hraðvaxta trjátegunda, og hér á landi væri hægt að auka bindingu kolefnis í skógum landsins. Þær jarðir sem ríkið á og hefur umráð yfir gætu verið nýttar til skógræktar í þágu loftslagsmála. Ríkið þarf að taka afstöðu til þess hvort ráðstafa eigi landi til ræktunar skóga með framandi hraðvaxta tegundum og eins hvort setja þurfi skýr skilyrði í eigendastefnu um hvort nota megi tegundir í ræktun sem geta talist ágengar í skilningi náttúruverndarlaga.

Markmið aðgerðar
Auka heildarbindingu ræktaðra skóga um 18% árið 2030, miðað við 2022.
Upphaf / Endir
2030
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Matvælaráðuneytið

L

.

1

.

C

.

3

.

Endurheimt vistkerfa á röskuðu landi á jörðum í eigu ríkisins og á þjóðlendum

L

.

1

.

C

.

3

.

Endurheimt vistkerfa á röskuðu landi á jörðum í eigu ríkisins og á þjóðlendum

Endurheimt vistkerfa á röskuðu landi á jörðum í eigu ríkisins og á þjóðlendum

Ríkissjóður Íslands á tæplega 430 jarðir. Möguleikar liggja í endurheimt þurrlendisvistkerfa á þeim jörðum. Skilgreina þarf þær jarðir og þjóðlendur sem eru hentugar til endurheimtar þurrlendisvistkerfa, forgangsraða og skilgreina til hvaða aðgerða þarf að grípa svo hámarksárangur náist.

Markmið aðgerðar
Að 100.000 ha af röskuðu þurrlendi verði endurheimt fyrir 2030.
Upphaf / Endir
2030
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Matvælaráðuneytið

L

.

1

.

C

.

4

.

Mótun aðferðafræði fyrir framleiðslu vottaðra kolefniseininga með endurheimt þurrlendisvistkerfa

L

.

1

.

C

.

4

.

Mótun aðferðafræði fyrir framleiðslu vottaðra kolefniseininga með endurheimt þurrlendisvistkerfa

Mótun aðferðafræði fyrir framleiðslu vottaðra kolefniseininga með endurheimt þurrlendisvistkerfa

Stór hluti af íslenskum þurrlendisvistkerfum er í röskuðu ástandi og með endurheimt þeirra má binda mikið kolefni, auka virkni vistkerfa og hlúa að líffræðilegri fjölbreytni. Aðgerðin felst í gerð verklags fyrir endurheimt þurrlendis og endurheimt fyrsta þurrlendis sem fylgir þeim reglum og stöðlum sem þarf til að hægt sé að skrá kolefnisbindingu svæðanna sem vottaðar hágæða kolefniseiningar. Gerð verklagsins er hugsað sem hvatning og fyrirmynd fyrir einkaaðila, fyrirtæki og stofnanir til að fara í endurheimt þurrlendis sem uppfyllir reglur og staðla

Markmið aðgerðar
Að til verði aðferðafræði fyrir framleiðslu vottaðra kolefniseininga með endurheimt þurrlendisvistkerfa.
Upphaf / Endir
2025
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Matvælaráðuneytið

L

.

1

.

C

.

5

.

Aðlögun skóga að loftslagsbreytingum

L

.

1

.

C

.

5

.

Aðlögun skóga að loftslagsbreytingum

Aðlögun skóga að loftslagsbreytingum

Aðlaga þarf skóga að loftslagsbreytingum með því að efla val og kynbætur á helstu trjátegundum í íslenskri skógrækt, prófa nýjar tegundir og kvæmi og halda uppi öflugum rannsóknum á aðlögun þeirra. Jafnframt þarf að aðlaga skóga að hugsanlega aukinni tíðni gróðurelda. Er það gert með skipulagi skógræktarsvæða, blöndun tegunda, grisjun á réttum tíma og fellingu og endurnýjun skóga á réttan hátt. Með réttri meðferð skóga er hægt að efla kolefnisbindingu þeirra um leið og þanþolið.

Markmið aðgerðar
Að skógrækt taki mið af auknu álagi vegna loftslagsbreytinga.
Upphaf / Endir
2030
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Matvælaráðuneytið

L

.

1

.

C

.

6

.

Aukin þekking og sjálfbær notkun viðarafurða

L

.

1

.

C

.

6

.

Aukin þekking og sjálfbær notkun viðarafurða

Aukin þekking og sjálfbær notkun viðarafurða

Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi og langvarandi kolefnisbindingu í viðarafurðum. Aðgerðin felur í sér að auka þekkingu og búa til hvata til að auka framleiðslu og nýtingu íslenskra viðarafurða. Með aðgerðinni er stuðlað að aukinni bindingu kolefnis í viðarafurðir og samdrætti í losun vegna notkunar jarðefnaeldsneytis. Með aðgerðinni má einnig draga úr þörf fyrir innflutning á jarðefnaeldsneyti.

Markmið aðgerðar
Að auka bindingu kolefnis í viðarafurðum og draga úr notkun jarðefnaeldsneytis með nýtingu viðarafurða.
Upphaf / Endir
2030
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Matvælaráðuneytið