S
.
1
.

Orkuvinnsla

Undir orkuvinnslu fellur sú losun gróðurhúsalofttegunda sem verður til við raforku- og varmavinnslu. Losun vegna orkuvinnslu skiptist milli tveggja viðfangsefna, A: Losun í rekstri jarðvarmavirkjana og B: Bruna jarðefnaeldsneytis til orkuvinnslu. Losun vegna orkuvinnslu var 10% af samfélagslosun Íslands árið 2022.

Losun málaflokka innan samfélagslosunar

Losun vegna orkuvinnslu var 10% af samfélagslosun (ESR) Íslands árið 2022.

Samtals
0
þ
.t CO2 ígildi

Ávinningur málaflokks í samdrætti

Graf sem er lýst í texta á síðunni
Hér vantar graf í CMS
Áætlaður samdráttur í málaflokknum skipt í núverandi þróun ásamt þeim samdrætti sem bætist við með aðgerðum í uppfærðir aðgerðaáætlun.

Söguleg losun

Losun orkuvinnslu var 270 þ.t CO2ígildi árið 2022. Sú losun skiptist milli tveggja viðfangsefna. 7% af samfélagslosun er til komin vegna losunar í rekstri jarðvarmavirkjana og 3% vegna bruna jarðefnaeldsneytis til orkuvinnslu.

Samdráttur

Gert er ráð fyrir 18% samdrætti í losun vegna orkuvinnslu frá 2005 til 2030. Til viðbótar við núverandi þróun hefur samdráttur verið metinn fyrir eina aðgerð um grænt varaafl fyrir atvinnulíf og samfélag. Aðgerðin mun stuðla að auknum samdrætti í bruna eldsneytis til orkuvinnslu.