V
.
1
.

Staðbundinn iðnaður

Undir staðbundinn iðnað flokkast sú losun gróðurhúsalofttegunda sem verður til við iðnað á Íslandi sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS), þ.e. álframleiðslu og kísil- og kísilmálmiðnað.

Losun málaflokka innan viðskiptakerfa

Losun frá staðbundnum iðnaði og endurgjaldslausar losunarheimildir frá 2013

Ávinningur málaflokks í samdrætti

Graf sem er lýst í texta á síðunni
Hér vantar graf í CMS
Ekki eru gerðir framreikningar fyrir losun frá staðbundnum iðnaði sem fellur undir viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir. Heimildum innan kerfisins fækkar jafnt og þétt, þó losun einstakra geira geti aukist milli ára.

Söguleg losun

Losun frá staðbundnum iðnaði kemur að mestu frá iðnaðarferlum en ekki við beinan bruna eldsneytis. Erfitt getur reynst að draga úr slíkri losun nema með nýsköpun í iðnaði.

Samdráttur

Loftslagsaðgerðum um staðbundinn iðnað er ætlað að styðja við kerfislegar umbreytingar. Þær munu leiða til samdráttar í losun en eru eðli málsins samkvæmt ekki breytingar sem stjórnvöld geta haft bein áhrif á. Skilgreindar aðgerðir eru því til þess fallnar að skapa umhverfi fyrir slíkar umbreytingar.