V
.
2
.

Flug og flugvellir

Undir flug í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) flokkast losun gróðurhúsalofttegunda íslenskra flugrekenda vegna flugs innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) yfir ákveðnum þröskuldi. Það á líka við um innanlandsflug. Losun vegna flugs utan EES-svæðisins fellur alla jafna undir CORSIA-kerfi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Losun innan ETS-kerfisins frá íslenskum flugrekendum var 537 þ.t CO2íg. árið 2022.

Losun málaflokka innan viðskiptakerfa

Losun innan viðskiptakerfisins frá íslenskum flugrekendum

Ávinningur málaflokks í samdrætti

Graf sem er lýst í texta á síðunni
Hér vantar graf í CMS
Áætlaður samdráttur í málaflokknum skipt í núverandi þróun ásamt þeim samdrætti sem bætist við með aðgerðum í uppfærðri aðgerðaáætlun.

Söguleg losun

Flugrekendur sem falla undir ETS-kerfið þurfa árlega að gera upp losun sína með losunarheimildum. Hluta af þeim losunarheimildum er úthlutað endurgjaldslaust en umframmagnið þurfa flugrekendur að kaupa á samevrópskum markaði. Almenn úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda mun falla niður frá og með árinu 2026.

Samdráttur

Loftslagsaðgerðir fyrir flug og flugvelli skiptast annars vegar í uppbyggingu innviða, s.s. varaflugvalla, til að draga úr eldsneytisþörf þeirra flugvéla sem fljúga um íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði sem og uppbyggingu þeirra innviða sem þörf er á við orkuskipti á flugvöllum. Þá ber stjórnvöldum einnig að ganga úr skugga um að farið verði í kerfislegar umbreytingar sem styðja þarf, s.s. nýsköpun og tækni í flugi. Sú aðgerð sem metin er til samdráttar miðar að þrepaskiptri kröfu um lágmarkshlutdeild sjálfbærs flugvélaeldsneytis.