S
.

Samfélagslosun

Síðast uppfært
13
.
06
.
2024
·
23:32

Samfélagslosun (Effort Sharing Regulation – ESR), sem m.a. fellur til frá vega-samgöngum, smærri iðnaði, fiskiskipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, kælimiðlum og úrgangi, telst á beina ábyrgð ríkja.

Skuldbindingar hvers ríkis um samdrátt í samfélagslosun eru reiknaðar út frá samræmdum forsendum þar sem m.a. er litið til landsframleiðslu á mann, hlutfalls endurnýjanlegrar orku og möguleika ríkja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríki ESB ásamt Íslandi og Noregi skulu sameiginlega ná 40% samdrætti í samfélagslosun árið 2030 miðað við losun árið 2005. Búið er að ákvarða hlutdeild aðildarríkja ESB í sameiginlegu markmiði um lágmarkssamdrátt í samfélagslosun til 2030, en unnið er að staðfestingu markmiðs fyrir Ísland og Noreg.

Málaflokkar í Samfélagslosun

Losun málaflokka

Samfélagslosun á Íslandi árið 2022 var 2.767 þ.t CO₂ ígildi. og skiptist á milli sjö málaflokka eins og sjá má í töflunni hér að ofan.

33
%
Ökutæki og innviðir
926
þ
.t CO2 ígildi
22
%
Landbúnaður
618
þ
.t CO2 ígildi
18
%
Skip og hafnir
506
þ
.t CO2 ígildi
10
%
Orkuvinnsla
270
þ
.t CO2 ígildi
8
%
Úrgangsstjórnun
234
þ
.t CO2 ígildi
5
%
Efnanotkun
144
þ
.t CO2 ígildi
3
%
Smærri iðnaður
70
þ
.t CO2 ígildi
Samtals
0
þ
.t CO2 ígildi

Sögulegt yfirlit og framreikningar

Útreikningar sýna að aðgerðir í uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda skila að minnsta kosti 35% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda miðað við árið 2005, en allt að 45% samdrætti ef vel gengur að innleiða aðgerðir.

Graf sem er lýst í texta á síðunni
Hér vantar graf í CMS
Áætlaður samdráttur aðgerða í uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er að lágmarki 35% með áætluðum loftslagsaðgerðum.

Lýsing allra aðgerða í kerfinu

Samtals voru 87 aðgerðir skilgreindar vegna samfélagslosunar (ESR) sem tryggja munu að 35%-45% samdrátt. Um er að ræða 26 beinar loftslagsaðgerðir, þar sem beinn samdráttur er metinn, 40 óbeinar loftslagsaðgerðir, sem skila sér í samdrætti sem ekki er endilega hægt að meta í tiltækum reiknilíkönum og 21 loftslagsverkefni, sem styðja við innleiðingu og eftirfylgni loftslagsaðgerða.