Einn grundvöllur skilvirkrar loftslagsstefnu er útfærsla fjárhagslegra hvata. Í málaflokknum er fjöldi fjárhagslegra hvata sem ýta undir fjárfestingar og nýsköpun atvinnulífs, sveitarfélaga og samfélagsins alls í þágu loftslagsmála. Þá er áhersla lögð á hvernig stjórnvöld geta beitt sér á fordæmisgefandi hátt gagnvart félögum í sinni meirihlutaeigu, sem og að gagnsæi sé tryggt um fjársýslu ríkisins í þágu loftslagsmála
Misflóknar tæknilausnir kalla eftir mismunandi fjármögnunarleiðum, sem bregðast þarf við á skilvirkan hátt. Beita má hagrænum hvötum í skattkerfinu eða beinum styrkjum til fjárfestinga aðila í markaðsprófuðum hreinorkutækjum og -búnaði á sama tíma og stjórnvöld tryggja rými fyrir hagstæða fjármögnun loftslagsverkefna
Fyrir frekari nýsköpun og þróun sjálfbærra lausna þarf að leita annarra leiða. Leggja þarf áherslu á faglegan stuðning í erlenda sjóði fyrir loftslagsvæna nýsköpun, rannsóknir og þróun, en jafnframt beita viðeigandi hagrænum hvötum til frumkvöðla sem vinna að gagnlegum lausnum í loftslagsmálum.
Mikilvægt er að stjórnvöld fari fram með fordæmi í þeim kerfislegu umbreytingum og fjárfestingum sem þörf er á í atvinnulífi, sveitarfélögum og samfélaginu öllu.
Stjórnvöld geta beitt sér með markvissum hætti gegnum innkaup, framkvæmdir, eigendastefnu og tilraunaverkefni. Með því móti sýni hið opinbera fordæmi, hvort sem er í innkaupum, rekstri sinna stofnana, útboðum eða öðru.
Ljóst er að Ísland muni standa frammi fyrir fjárhagslegum afleiðingum nái landið ekki tilætluðum árangri vegna skuldbindinga sinna um samdrátt í samfélagslosun (ESR), sem og samdrátt losunar og og aukinni bindiningu kolefnis innan flokks landnotkunar (LULUCF).
Auka þarf gagnsæi vegna loftslagsaðgerða hins opinbera, sem og um möguleg áhrif loftslagsmála á ríkissjóð. Slíkt gagnsæi getur nýst sem aðhaldstól, hvort heldur sem er fyrir innri eða ytri hagaðila.
Ívilnun sem felst í lækkun tekjuskatts vegna fjárfestinga í "grænu" lausafé sem telst loftslagsvænt. Ívilnunin er í gildi til loka árs 2025 og verður hún endurskoðuð með það að markmiði að gera hana markvissari.
Aðgerðin er framhald af fyrri aðgerð um sjálfbæra innkaupastefnu og felur í sér samhæfingu við aðgerðir á sviði mannvirkjagerðar, fleiri hvata fyrir bjóðendur og markvissari framsetningu árangursmælinga og gagna.
Aðgerðin felur í sér markvissari gagnasöfnun og framsetningu kolefnisspors ríkisrekstrar á sem fjölbreyttastan hátt hvað varðar rekstur, þjónustuveitingu, innkaup og rekstur húsnæðis.
Innleiða Evrópugerðir sem er ætlað að undirbyggja sjálfbæran fjármálamarkað, svo tryggja megi aðgang að hagstæðari lánakjörum fyrir loftslagsvænar lausnir.
Fyrir liggur að almenn eigendastefna horfir til loftslagsmarkmiða en í þeim tilfellum sem sértækir viðaukar fyrir einstaka félög eða sérstaka geira séu til staðar verður endurskoðað og hnykkt á sértækum áherslum fyrir viðkomandi aðila.
Regluleg birting upplýsinga um áætlaðar og sögulegar tekjur og gjöld ríkisins vegna loftslagsmála, t.a.m. vegna sölu losunarheimilda, greiðslur í erlenda sjóði o.fl.
Skýra starfsreglur og úthlutun átakssjóðsins svo stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag geti sameiginlega unnið að orkuskiptum á markvissan og skilvirkan hátt.
Regluleg heildstæð greining framkvæmd á áhrifum þeirra hagrænu hvata sem eru í gildi vegna orkuskipta og losun gróðurhúsalofttegunda til 2040.
Sem hluti af innleiðingu nýs fjármögnunarkerfis vegna umferðar og orkuskipta, þar sem gert er ráð fyrir að vörugjöld á eldsneyti lækki verulega eða falli niður, verður kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti hækkað í upphafi árs 2025. Skoðað verður hvernig megi útvíkka kolefnisgjald þannig að það nái til skemmtiferðaskipa.
Framlög til aðgerða sem stuðla eiga að kolefnisjöfnun eru upp að vissu marki frádráttarbær frá tekjuskatti lögaðila, t.d. skógrækt, landgræðsla, endurheimt votlendis og niðurdæling koldíoxíðs.
Upplýsingagjöf og markviss stuðningur við umsóknir hagaðila í Evrópusjóði vegna sjálfbærra lausna sem stuðla munu að samdrætti í losun.
Breyta lagareglum um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða til að liðka fyrir sjálfbærum fjárfestingum þeirra.
Ríkissjóður hefur gefið út grænt skuldabréf og mun skila árlegri skýrslu um áhrif einstakra útgjaldaliða þar til ráðstöfun andvirði útgáfunnar er að fullu lokið. Til greina kemur að skoða frekari útgáfu á grænum skuldabréfum styðji það við önnur markmið í aðgerðaráætlun.
Stofnaðir verða samráðshópar stjórnvalda og ákveðinna atvinnugreina um markvissar ívilnanir til loftslagsvænna fjárfestingar. Mikilvægt er að tryggja samkeppnishæfi íslenskra atvinnugreina og efnahagslegan fyrirsjáanleika til að tryggja þátttöku atvinnugreina í orkuskiptum.
Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er á ábyrgð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins en er unnin af verkefnisstjórn aðgerðaáætlunar í breiðu samstarfi Stjórnarráðsins og stofnana þess.