Loftslagsvegferðin krefst þess að ríkið, sveitarfélög, atvinnulífið og samfélagið allt vinni náið saman að sameiginlegu markmiði. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja viðeigandi innviði, stuðla að nauðsynlegri fjárfestingu í orkuskiptum og hvetja til nýsköpunar og þróunar sjálfbærra lausna, þ.e. skapa aðstæður fyrir einkaframtak og sveitarfélög til að taka til hendinni í loftslagsmálum.
Verður fjármögnuð með beinum fjárfestingum úr ríkissjóði ásamt annari fjármögnun.