V
.

Viðskiptakerfi

Síðast uppfært
15
.
10
.
2024
·
14:40

Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (Emission Trading System - ETS) er mikilvæg breyta hvað varðar það að ná samdrætti í losun. Hér er um að ræða losun frá iðnaðarferlum í staðbundnum iðnaði, en einnig losun vegna nánast alls flugs innan Evrópu og innanlandsflugs. Þá voru stærri skip í sjóflutningum milli landa einnig innleidd í kerfið á árinu 2024.

Markmið fyrir viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) er sameiginlegt fyrir allt kerfið. Ekki er tilgreint einstakt markmið fyrir hvert ríki heldur er í heildina stefnt að 62% samdrætti í losun innan kerfisins miðað við árið 2005. ETS-kerfið var innleitt á Íslandi árið 2012. Ábyrgð vegna tilkominnar losunar er á ábyrgð viðkomandi fyrirtækja. Fyrirtækin fá úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum fyrir losun og þurfa að greiða fyrir það sem út af stendur náist ekki aukinn samdráttur. Heimildum kerfisins fækkar markvisst með hverju ári til að tryggja að samdráttarmarkmið kerfisins náist.

Málaflokkar í Viðskiptakerfi

Losun málaflokka

Undir staðbundinn iðnað flokkast sú losun gróðurhúsalofttegunda sem verður til við iðnað á Íslandi sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS), þ.e. álframleiðslu og kísil- og kísilmálmiðnað. Losunin kemur að mestu frá iðnaðarferlum, sem krefjast nýsköpunar ef draga á úr losun. Samtals taldi losun staðbundins iðnaðar 1.875 þ.t CO2íg. árið 2022.

68
%
Staðbundinn iðnaður
1875
þ
.t CO2 ígildi
19
%
Flug og flugvellir
537
þ
.t CO2 ígildi
10
%
Sjóflutningar
288
þ
.t CO2 ígildi
Samtals
0
þ
.t CO2 ígildi

Losun frá staðbundnum iðnaði og flugi frá 2013

Graf sem er lýst í texta á síðunni
Hér vantar graf í CMS

Lýsing allra aðgerða í kerfinu

Samtals voru 14 loftslagsaðgerðir og loftslagsverkefni skilgreind vegna viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (ETS) og þá atvinnustarfsemi sem fellur þar undir.