Ýmsar breytingar hafa átt sér stað samanborið við 2020 útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum, bæði er varða aðgerðir og uppsetningu þeirra. Grundvallar breytingarnar byggðu á þrennu:
- nánari útfærslu á þeim aðgerðum sem eru á beinni ábyrgð stjórnvalda;
- skilning á því hvað raunhæft er að gera út frá atvinnugreinasamtali umhverfis-,orku- og loftslagsráðuneytisins;
- stöðluð reikniaðferð byggð á reiknilíkönum Umhverfisstofnunar um framreiknaða losun gróðurhúsalofttegunda og Orkustofnunar um eldsneytisnotkun.
Helstu breytingarnar á einstaka aðgerðum
Í aðgerðaáætlun 2020 sneri aðgerð B.3 að banni við notkun svartolíu án viðeigandi mengunarvarnarbúnaðar. Í ljósi þess að aðgerðin snýr aðallega að losun loftmengunarefna var talið eðlilegt að hún ætti ekki heima í uppfærðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum.
Í aðgerðaáætlun 2020 sneri aðgerð E.3 að aukinni innlendri grænmetisframleiðslu. Sá hluti sem snýr að aukinni framleiðslu rataði ekki í uppfærða áætlun í ljósi þess að aukin framleiðsla leiðir ekki ein og sér til samdráttar í losun. Sá hluti aðgerðarinnar sem snýr að meðhöndlun og nýtingu aðfanga og áburðar og öðrum aðgerðum sem miða að því að kolefnisjafnabúskap rataði inn í aðgerðir í málaflokk landbúnaðar.
Í aðgerðaáætlun 2020 sneri aðgerð I.5 að kortlagningu á ástandi landsins. Þessari kortlagningu er lokið en tengist ekki öðrum aðgerðum í uppfærslunni með beinum hætti.
Aðgerðir I.1-4 voru high-level og útfærðar meðmarkvissari hætti í aðgerðum um landnotkun (LULUCF) svo stefna megi með markvissum hætti að auknum samdrætti og bindingu í landnotkun í það minnsta til ársins 2030.
Margt af efni áætlunarinnar er enn að einhverju leiti óútfært og því mikilvægt að nánu samtali við atvinnulíf og sveitarfélög verði áfram haldið, svo skjótur, skilvirkur og réttlátur árangur náist í loftslagsmálum hérlendis næstu sex árin.