Bruni eldsneytis til orkuvinnslu hefur farið vaxandi á síðustu árum og taldi 29% af losun orkuvinnslu 2022.
Bruna eldsneytis til orkuvinnslu má rekja til tveggja þátta. Annars vegar er jarðefnaeldsneyti nýtt sem varaafl fyrir forgangsorku, t.a.m. þegar slæm veður slá út einstaka byggðarlög, og hins vegar í iðnaði sem rekinn er á skerðanlegri raforku, t.a.m. vegna slæms vatnsárs eða óstöðugleika í dreifi- og flutningsneti. Í þessu samhengi er mikilvægt að líta sérstaklega til nýrra lausna á borð við grænt varaafl og orkugeymslu. Slíkar lausnir gætu einnig nýst þeim samfélögum sem standa nærri þess háttar iðnaði.