Losun gróðurhúsalofttegunda frá kælimiðlum á sér stað í kælikerfum, m.a. í iðnaði, fiskiskipum og í smærri kælikerfum í matvöruverslunum og bifreiðum, og telur 93% af losun efnanotkunar.
Losunin snýr að vetnisflúorkolefnum (HFC-efnuma) sem komu í stað ósoneyðandi efna en þau eru mörg hver með háan hnatthlýnunarmátt og hafa því slæm áhrif á loftslagið. Síðustu ár hefur margt áunnist við útfösun þessara efna og umskipti yfir í önnur efni sem hafa minni áhrif á loftslagið en mikilvægt er að halda áfram á þeirri vegferð.