Áburðarnotkun hefur í för með sér umtalsverða losun, þ.e. notkunar tilbúins áburðar og búfjáráburðar og telur hún 22% af losun landbúnaðar. Svo draga megi úr þessari losun þarf að bæta nýtingu áburðarefna.
Tækifæri liggja í innleiðingu nákvæmnisdreifingar áburðar á tún, bæði niðurfellingu búfjáráburðar og bestun dreifingar byggt á upplýsingum um áburðar- og kölkunarþörf. Slíkar dreifingar geta haft í för með sér allt að 5-15% sparnað í áburðarnotkun, jafnvel 15-25% ef aðrar aðferðir loftslagsvæns landbúnaðar á borð við jarðvegssýnatöku eru einnig nýttar. Þá geta skýrar gæðakröfur um lífrænan áburð einnig byggt grundvöll fyrir innlenda framleiðslu áburðarefna sem nýta úrgang úr matvælaiðnaði eða úrgangsvinnslu.