Samdráttur í úrgangsmyndun er forgangsmál þegar kemur að hugmyndafræði hringrásarhagkerfis. Mikilvægt er að draga úr myndun úrgangs, og nýta þannig betur aðföng, hvort heldur sem er meðal almennings eða hjá rekstraraðilum
Í bættri nýtingu aðfanga felst bæði almenn hagkvæmni, en einnig aukið sjálfstæði gagnvart innflutningi. Með auknum úrgangs¬forvörnum má bæði vekja athygli á því hvað betur má fara og byggja sömuleiðis grunn að skilvirku kerfi sem stuðlar að slíkri nýtingu og viðeigandi nýsköpun. Stjórnvöld hafa þegar lagt til stefnur og aðgerðaáætlanir í málaflokknum, bæði heildarstefnu um úrgangsmál og áætlun vegna matarsóunar.