Losun frá skólpi kemur til þar sem skólp fer ómeðhöndlað í viðtaka og taldi 8% af losun úrgangsstjórnunar 2022. Með innviðauppbyggingu í tengslum við fráveitumál sveitarfélaga má auka hreinsun á skólpi og draga þar með úr þeirri losun sem það veldur.
Aukin skilvirkni næst með því að halda úrgangsstraumum aðskildum frá myndun þeirra. Takist vel til að skilja viðkomandi strauma að og lágmarka magn lífræns úrgangs sem endar í fráveitu mætti nýta við-komandi úrgang til frekari vinnslu og verðmætasköpunar