Misflóknar tæknilausnir kalla eftir mismunandi fjármögnunarleiðum, sem bregðast þarf við á skilvirkan hátt. Beita má hagrænum hvötum í skattkerfinu eða beinum styrkjum til fjárfestinga aðila í markaðsprófuðum hreinorkutækjum og -búnaði á sama tíma og stjórnvöld tryggja rými fyrir hagstæða fjármögnun loftslagsverkefna
Fyrir frekari nýsköpun og þróun sjálfbærra lausna þarf að leita annarra leiða. Leggja þarf áherslu á faglegan stuðning í erlenda sjóði fyrir loftslagsvæna nýsköpun, rannsóknir og þróun, en jafnframt beita viðeigandi hagrænum hvötum til frumkvöðla sem vinna að gagnlegum lausnum í loftslagsmálum.