Aðgerða­áætlun
í loftslags­málum

„Við setjum markið hátt en við höldum líka í jarð­tenginguna. Það hefur vantað pólitíska forystu í loftslags­málum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að veita þá forystu. Ég sem ráðherra ætla að taka ábyrgð á mála­flokki loftslags­mála, taka ábyrgð á því að við vinnum þessi stóru verkefni. Það kallar á sam­hæfingu og samvinnu.“
Jóhann Páll Jóhannsson
umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra
Ísland hefur, eins og flestar þjóðir heims, skuld­bundið sig til þess að vernda loftslagið og draga úr losun gróðurhúsa­loft­teg­unda. Á alþjóða­vettvangi hafa íslensk stjórnvöld kallað eftir því að ríki heims fylgi eftir viðleitni til að takmarka hækkun hitastigs við 1,5°C.

Fimm verkefni  í forgangi

Til að tryggja að aðgerðir komst til framkvæmda, skilvirka innleiðingu þeirra og sýnilegan árangur fyrir 2030 hefur ráðherra forgangsraðað aðgerðum með tilliti til kostnaðar- og ábatagreiningar ásamt mati á félagslegum áhrifum og þverlægum áhrifum aðgerða.
 
Boðleiðir verða styttar með framkvæmdateymum sem vinna þvert á stjórnkerfið og í samtali við haghafa við útfærslu, innleiðingu og eftirfylgni aðgerða. Teymin upplýsa verkefnisstjórn loftslagsaðgerða reglulega um framvindu innleiðinga og framgang aðgerða.

Fimm lykiláherslur í loftslagsmálum 2025-2026

Fjárfestingar í grænum landbúnaði

Stuðningur úr Loftslags-og orkusjóði til bænda til innleiðingu tækni til nákvæmnisdreifingar ásamt rannsóknum á jarðvegi og mati á áburðarþörf.
ESR
-0

Fjárfestingar í nýsköpun og tækniþróun innan ETS geirans

Stuðningur úr Loftslags-og orkusjóði til nýsköpunar og tækniþróunar sem stuðla að föngun og förgun losunar frá iðnaði sem fellur undir ETS kerfið.
ETS

Betri gögn og meiri vitneskja um losun frá landi

Áætlun um bætt gögn og rannsóknir á losun og bindingu vegna landnotkunar hefur verið í framkvæmd frá árinu 2020 og skilað miklum árangri. Verkefnið heldur áfram til 2030.
LULUCF

Innleiðing 2025-2026

Aðrar aðgerðir í innleiðingu

Sjá aðgerðir

Skipting aðgerða

Aðgerðirnar skiptast upp í fjögur kerfi

Samfélagslosun 58

Undir samfélagslosun fellur t.d. öll losun frá samgöngum á landi, frá landbúnaði, úrgangi og frá kælimiðlum. Fyrirtæki og einstaklingar geta lagt sitt af mörkum til að draga úr samfélagslosun.

Viðskiptakerfi 8

Losun frá staðbundnum iðnaði, s.s. kísilmálmframleiðslu og álframleiðslu ásamt losun frá alþjóðaflugi og alþjóðasiglingum fellur undir viðskiptakerfið, oft nefnt ETS kerfið. ETS er sameiginlegt kerfi innan Evrópu, þar eru gefnar út árlegar losunarheimildir og aðilar sem falla undir kerfið vinna að einu sameiginlegu markmiði.

Landnotkun 14

Landnotkun (LULUCF) nær til bæði losunar gróðurhúsalofttegunda og bindingar kolefnis vegna landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar. Losun frá landnotkun má einkum rekja til breyttrar landnotkunar, framræsingar votlendis og nýtingar lands, t.d. vegna beitar. Binding verður mest við endurheimt votlendis og skógrækt.

Þverlægir flokkar aðgerða 30

Þverlægar aðgerðir eru loftslagsaðgerðir sem hvetja samfélagið til umskipta í átt orkuskiptum og kolefnishlutleysi. Þetta eru aðgerðir sem beinast ekki að því að ná niður losun í einum tilteknum bókhaldsflokki, heldur styðja við aðgerðir þvert á flokka.

Brýn nauðsyn loftslagsaðgerða

Ísland stefnir að því að draga saman samfélagslosun um 41% fyrir árið 2030 og 50-55% fyrir árið 2035. Þá er ætlunin að draga saman losun frá landi um 400-500 kt. CO₂ íg. fyrir 2035 miðað við 2025 og lögð verður áhersla á nýsköpun og tækniþróun til þess að takmarka losun frá starfsemi undir ETS-viðskiptakerfinu. Skilvirk innleiðing loftslagsaðgerða er lykilatriði til að árangur náist.

Markmið Íslands í loftslagsmálum til 2035

Samfélagslosun

Árið 2035 m.v. 2005
ESR
-
0
%

Landnotkun

Árið 2035 m.v. 2005
LULUCF
-0

Viðskiptakerfi ESB

Sameiginlegt til 2030 m.v. 2005
ETS
-0
%

Markmið Íslands í loftslagsmálum

Stjórnvöld setja orkuskipti á landi og bætta landnotkun í forgang. Áskoranir í loftslagsmálum eru bæði staðbundnar og hnattrænar og eru þær aðstæður og áskoranir sem uppi eru á Íslandi að sumu leyti frábrugðnar þeim sem sjást í löndunum í kringum okkur. Þessi sérstaða endurspeglast í markmiðum Íslands, sem eru sett fram í þrennu lagi, og einnig í forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar.

Samfélagslegáhrif

Mikilvægt er að aðgerðir í loftslagsmálum séu metnar með tilliti til samfélagslegra áhrifa, jafnréttis og áhrifa á aðrar stefnur og samninga sem stjórnvöld hafa undirgengist.