Ísland hefur skuldbundið sig til að taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB, Íslands og Noregs um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við árið 1990. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er lykiláætlun stjórnvalda til að ná þeim árangri.
Áskoranir í loftslagsmálum eru margar og misjafnar, bæði staðbundið og á hnattræna vísu. Aðstæður og áskoranir á Íslandi eru að sumu leyti frábrugnar þeim sem sjást í löndunum í kringum okkur.
Í uppfærðri aðgerðaáætlun er gert ráð fyrir að aðgerðir í loftslagsmálum verði metnar með tilliti til jafnréttis og samfélagslegra áhrifa þeirra og hafa allar aðgerðir verið metnar gróflega út frá eftirfarandi flokkum.